fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Ingibjörg: Hann hefði átt að vita betur -Var með 3 mánaða barn í bílnum og 4 ára sonur beið spenntur eftir henni heima

-Mannslíf er meira virði en að vera kominn 10 mínútum fyrr á áfangastað

Kristín Clausen
Mánudaginn 3. október 2016 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað ef ég og dóttir mín hefðum ekki komið heim í heilu lagi?“ Þetta segir Ingibjörg Eyjörð Hólmeirsdóttir, sem lenti í þeirri ömurlegu lífsreynslu að gáleysi ökumanns sem var að taka framúr á þjóðvegi númer 1 hefði getað stórslasað eða jafnvel kostað hana og þriggja mánaða dóttur hennar lífið.

Augnablikum frá slysi

Síðastliðinn fimmtudag var Ingibjörg á heimleið frá Akureyri. Með í bílnum var Hulda María, þriggja mánaða dóttir Ingibjargar, en fjögurra ára sonur hennar var ekki með bílnum.

„Ég var rétt ókomin að Stóru Tjörnum þegar ég sé að bíll kemur á móti mér, sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þar sem þetta er jú, þjóðvegur 1. Nema þegar við færumst nær sé ég annað par af framljósum við hliðina á þessum bíl, sem sagt á mínum vegarhelming,“ segir Ingibjörg í pistli um atvikið óhugnanlega.

Bíllinn sem kom beint á móti henni var að taka framúr. Ingibjörg sem kveðst hafa verið á 90 km/klst hraða hægði ferðina verulega enda var stutt í að bílarnir myndu skella saman.

„Rétt áður en við mætumst kemst bíllinn framúr og skýtur sér áfram – aðeins nokkrar sekúndur í viðbót, ef það, og ég hefði þurft að taka þá afdrífaríku ákvörðun hvort ég ætti að snúa bílnum útaf og velta eða skella framan á hina bílana. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki eftir öðru en að þetta var dökkur fólksbíll.“

Ingibjörgu var að vonum mjög brugðið. „Ökumaðurinn tók ekki eftir því hversu hrædd ég var. Ökumaðurinn tók heldur ekki eftir því þegar ég ók útí kant eftir þetta og fór að hágráta úr hræðslu.“

Hún segist þó vita að hann tók eftir því hversu tæpt stóð að þarna yrði slys.

Hvað ef við hefðum ekki komið heilar heim?

„Það er svo margt sem mig langar að segja við hann. Þessi ökumaður gat ekki vitað hver var í bílnum mínum. Hann gat ekki vitað að litla 3 mánaða Nebban mín var með mér. Hann gat ekki vitað að heima beið spenntur litill Púki eftir að ég kæmi heim,“ segir Ingibjörg og bætir við.

„Hvað ef ég og 3 mánaða dóttir mín hefðum ekki komið heim í heilu lagi? Eða verra, ekki komið heim yfir höfuð? Eða fólkið í bílnum sem hann tók fram úr? Það er áhætta sem þessi ökumaður var tilbúinn að taka þegar hann tók meðvitaða ákvörðun um að taka framúr á þessum kafla. Það er áhætta sem hann hafði ekki rétt á að taka, þó honum hafi legið á, hver sú sem ástæðan fyrir því var – mannslíf eru ekki svo lítils virði að það sé réttlætanlegt.“

Að lokum segir Ingibjörg:

„Hann hefði átt að vita betur. Mannslíf er meira virði en að vera kominn 10 mínútum fyrr á áfangastað. Það er 2016 – við ættum að vita betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“