fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

30 flugfarþegar slösuðust – Flugmenn gleymdu að kveikja á þrýstingsjafnara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 17:30

Flugvél frá Jet Airways. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 30 farþegar um borð í flugi 9W 697 frá Mumbai til Jaipur á Indlandi slösuðust skömmu eftir flugtak því flugmenn höfðu gleymt að kveikja á þrýstingsjafnara í farþegarýminu. Þetta hafði í för með sér að það blæddi úr nefi og eyrum margra.

Myndir og myndbönd, sem farþegar tóku, sýna að súrefnisgrímur féllu niður og að farþegar settu þær á sig. 166 farþegar voru um borð í vélinni sem er Boeing 737 sem er í eigu Jet Airways. Flugmennirnir lentu vélinni eftir nokkrar mínútur þegar þeir áttuðu sig á hvað hafði gerst.

Flugmálayfirvöld segja að flugmennirnir hafi verið leystir frá störfum á meðan á rannsókn málsins stendur.

Jet Airways komst einnig í fréttirnar í janúar þegar tveir flugmenn voru leystir frá störfum eftir að þeir höfðu lent í slagsmálum í flugstjórnarklefanum á leið frá Lundúnum til Mumbai en þá voru 324 farþegar um borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?