fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Katrín Tanja selur útsýnisíbúðina á Lindargötu – Sjáðu myndirnar

Fókus
Miðvikudaginn 19. september 2018 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína á Lindargötu á sölu. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á sjöttu hæð á Lindargötu 39 og er ásett verð 69,5 milljónir króna. Um er að ræða íbúð í einu eftirsóttasta fjölbýlishúsi borgarinnar.

Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í dag en Katrín Tanja hefur löngum verið í hópi fremstu íþróttamanna þjóðarinnar. Hún vann heimsleikana í Crossfit árin 2015 og 2016 og varð í þriðja sæti í keppninni í ár.

Í sölulýsingu eignarinnar segir að um sé að ræða glæsilega og bjarta íbúð með suðursvölum og fallegu útsýni til suðurs og austurs. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er engu logið í þeirri lýsingu. Íbúðin er skráð 89,9 fermetrar og þar af er 7,8 fermetra geymsla í sameign.

„Um er að ræða hús byggt 2014 á einum vinsælasta stað borgarinnar. Einstök staðsetning í miðborginni, Harpan, verslanir, veitingahús og ýmis konar afþreying er á næsta leiti.“ Í húsinu eru alls 36 íbúðir en á hæðinni eru alls 4 íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri hol, stofu, borðstofu, eldhús, 2 svefnherbergi og þvottahús.

Á meðal nágranna Katrínar Tönju eru Sigurður Gísli Pálmason, oft kenndur við Hagkaup, Sigurður Arngrímsson fjárfestir, Róbert Wessman á íbúð í húsinu í gegnum félag sitt Hrjáf ehf., auk þess sem Samherjabróðirinn Þorsteinn Vilhelmsson á þrjár íbúðir í húsinu í gegnum félag Fjárfestingafélagið Akureyrin ehf.

Í Fréttablaðinu í dag segir að Katrín hafi keypt íbúðina í janúar í fyrra. Sagði Katrín, eftir að kaupin voru gengin í gegn, að hún hafi fallið fyrir útsýninu og kvöldsólinni á svölunum. Þá segir að Katrín vilji búa við hliðina á vinkonu sinni og afreksíþróttakonunni Annie Mist Þórisdóttur sem búsett er í Kópavogi og því má gera ráð fyrir að Katrín muni koma sér vel fyrir í Kópavoginum áður en langt um líður.

Meðfylgjandi eru myndir úr íbúðinni en það er Torg fasteignasala sem sér um söluna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Í gær

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðaskáldin kveðja liðið ár með söng – „2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar“

Vandræðaskáldin kveðja liðið ár með söng – „2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Elva bað sinnar heittelskuðu

Þórdís Elva bað sinnar heittelskuðu