fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Íris segist vera Sjálfstæðismaður og vill lækkun veiðigjalda: „Þessir peningar væru betur komnir hér í Eyjum, þar sem þeir urðu til, en í ríkishítinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 11:00

Íris Róbertsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum hafi greitt yfir milljarð króna í veiðigjöld á nýloknu fiskveiðiári, sem lauk 1. september, en það er tvöföldun frá árinu á undan. Hún segir við Morgunblaðið í dag að mikilvægt sé að lækka veiðigjöldin, sem hún segir vera landsbyggðarskatt:

„Þessir peningar væru betur komnir hér í Eyjum, þar sem þeir urðu til, en í ríkishítinni. Þennan landsbyggðarskatt verður að lækka og breyta aðferðafræði við álagninguna. Við treystum á að ríkisstjórnin og Alþingi standi við þau loforð í þessum efnum sem gefin voru í vor. Enn sem fyrr erum við í efnahagslegu tilliti auðvitað fyrst og fremst háð sjávarútvegi og þjónustu við hann.“

Í greininni er tekið fram að sjávarútvegurinn sé undirstaða í Eyjum sem sé þriðji stærsti kvótaútgerðarstaður landsins og því ráði það miklu fyrir bæinn hvaða verð fáist fyrir afurðirnar. Því sé mikilvægt, meðan gengið sé hátt, að veiðigjöld séu lækkuð.

Ennþá Sjálfstæðismaður

Íris leiddi klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum, Fyrir Heimaey, til sigurs í sveitastjórnarkosningunum í sumar. Hún gekk til samstarfs við Vestmannaeyjarlistann, en segist samt áfram vera Sjálfstæðismaður þrátt fyrir sárindin sem fylgdu í kjölfar klofningsins:

„Já, vissulega fylgdu kosningunum í vor ýmis sárindi enda var mjótt á munum. Nú á fyrstu mánuðum nýs kjörtímabils hefur verið tekist á um margt. Bæjarstjórnarfundir hafa oft verið langir og fjörugir. Ég vil þó ekki trúa öðru en að við komumst yfir þetta því bæjarfulltrúar hafa svipaða sýn á málin og bera hag samfélagsins fyrir brjósti,“ segir Íris sem lengi hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er enn sem fyrr sjálfstæðismaður og styð flokkinn og stefnu hans í landsmálum. Mér líkaði hins vegar ekki hvernig staðið var að framboðsmálum flokksins hér í Eyjum; meginreglu flokksins um prófkjör var hafnað í áttundu kosningunum í röð og fámennur hópur stillti upp á listann. Það kom svo í ljós í kosningunum að mjög margir stuðningsmenn flokksins hér í Eyjum voru á sama máli og ég, sem hefði átt að vera öllum ljóst fyrir. Mér fannst líka skorta á gagnsæi og lýðræðislegt samtal bæjaryfirvalda við íbúana hér í Eyjum. Við þessar aðstæður varð framboðið Fyrir Heimaey til. Ég var hvött til að gefa kost á mér til að leiða listann og vera bæjarstjóraefni hans. Mér fannst ég ekki geta vikist undan þeirri áskorun eins og allt var í pottinn búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér