fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Stjarnan úr Næturverðinum slær í gegn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 30. október 2016 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Debicki, sem fór með hlutverk Jed í Næturverðinum, hefur slegið í gegn í leikritinu The Red Barn sem sýnt er í National Theatre í London. Leikritið er gert eftir sögu George Simenon. Þar leikur Debicki Monu, fyrrverandi leikkonu, en kvensamur og forríkur eiginmaður hennar hverfur kvöld eitt. Gagnrýnendur hafa hlaðið lofi á leikkonuna og segja frammistöðu hennar frábæra.

Debicki er áströlsk en ólst upp í Frakklandi til fimm ára aldurs en þar störfuðu foreldrar hennar sem dansarar. Fjölskyldan fluttist síðan til Melbourne þar sem Debicki varð fyrirmyndarnemandi. Hún íhugaði að verða lögfræðingur en leiklistin hafði yfirhöndina. Frammistaða hennar í Næturverðinum færði henni frægð. Hún hefur í viðtölum borið lof á meðleikara sína í þeim þáttum og segist hafa náð sérstöku sambandi við Tom Hiddleston sem í dag er vinur hennar, eins og Hugh Laurie en hún segir þann síðarnefnda vera minnst sjálfsupptekna mann á jarðríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert