fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Einkunnir úr tapi Ísland gegn Belgíu – Margir fá þrist og fjarka

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren og Freyr Alexandersson byrja ekki vel í starfi með íslenska karlalandsliðið í fótbolta.

Belgía heimsótti Ísland í Þjóðadeildinni í kvöld og unnu sanngjarnan 0-3 sigur.

Íslenska liðið byrjaði vel en botninn datt úr leik liðsins eftir um 20 mínútur. Liðið tapaði 6-0 fyrir Belgíu á laugardag.

Liðið er því með mínus 9 í markatölu eftir tvo leiki, ekkert mark skorað.

Einkunnir að mati 433.is eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 3
Gerði sig sekan um mistök í öðru markinu, sló boltann klaufalega út í miðjan teiginn.

Birkir Már Sævarsson 4
EKki hægt að skrifa mörkin á hann en hann líkt og fleiri átti í vandræðum með sterka sóknarmenn Belgíu.

Ragnar Sigurðsson 3
Í öðru markinu var Ragnar vitlausu megin við Lukaku þegar boltinn féll í teignum. Átti svo oft í veseni með bestu leikmenn Belga.

Sverrir Ingi Ingason 3
Braut mjög klaufalega á Romelu Lukaku í fyrsta markinu, missti hann fram fyrir sig og togaði í hann.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Var sofandi í öðru markinu, missti boltann yfir sig.

Rúnar Már Sigurjónsson 5 – Maður leiksins
Kom inn með meira en flestir áttu von á, lék á hægri kanti sem er ekki hans staða. Sérstaklega líflegur í fyrir hálfleik.

Birkir Bjarnason 4
Virtist ekki ganga alveg heill til skógar, íslenska landsliðið þarf að fara fá einn stórleik frá Birki í bláu treyjunni. Hann skuldar hann.

Emil Hallfreðsson 5
Gat haldið í boltann á köflum og þá sérstaklega í síðari hálfleik

Ari Freyr Skúlason (´80) 4
Varðist með ágætum en þegar hann fékk boltann var oft ráðþrot.

Gylfi Þór Sigurðsson 5
Það var stundum hægt að vorkenna Gylfa í leiknum, hann fékk boltann við miðsvæðið en það var enginn til að gefa á. Var hættulegasti maður liðsins en gerði sig sekan um klafaulega mistök í þriðja marki Belgíu.

Jón Daði Böðvarsson (´70) 5
Gerði ágætlega þegar hann komst í boltann en það var ekkert alltof oft.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson (´70) 5
Bæti litlu við leik liðsins en afar ánægjulegt að sjá hann snúa aftur. Vonandi kemst hann í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba