fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Sýndaveruleikasýning Bjarkar sett upp í Hörpu

Tónlist Bjarkar og nýjasta tölvutækni mætast í Björk Digital

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 17. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýndarveruleikasýningin Björk Digital, eða Stafrænn heimur Bjarkar, þar sem tónlist Bjarkar og nýjustu tölvutækni er skeytt saman verður sett upp á þremur hæðum Hörpu í nóvember. Sýningin verður opnuð um leið og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst, en Björk heldur einmitt tvenna tónleika á hátíðinni í ár. Sýningin hefur þegar hefur ferðast til Ástralíu, Japan en stendur nú yfir í Somerset house í London.

Samkvæmt tilkynningu fá gestir sýningarinnar að „kynnast tónheimi Bjarkar á alveg nýjan hátt með því að njóta verka sem hún hefur gert í samvinnu við nokkra framsæknustu leikstjóra og forritara á sviði sýndarveruleika.“

Síðasta plata tónlistarkonunnar, hin mjög persónulega Vulnicura, er grunnurinn að sýningunni þar sem möguleikar sýndarveruleika og tónlistar eru kannaðir. Á sýningunni geta gestir einnig upplifað gagnvirka margmiðlunarverkið Biophilia, en í því verki renna náttúra, tónlist og tækni saman í eitt. Þar að auki hafa 29 lög frá ferli Bjarkar verið sérstaklega endurhljóðblönduð fyrir 5.1 hljóðkerfi og verður hægt að hlýða á því í þar til gerðu kvikmyndaherbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Hallarbylting Áslaugar Örnu mistókst – Guðlaugur Þór styrkir stöðu sína

Orðið á götunni: Hallarbylting Áslaugar Örnu mistókst – Guðlaugur Þór styrkir stöðu sína