fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Ingvar gefur út September – „September er svalur, sýnir andlit grátt“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. september 2018 21:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn og trúbadorinn Ingvar Valgeirsson hefur sent frá sér lagið September, sem er eftir Harald Davíðsson við texta Kristjáns Péturs Sigurðarsonar.

Ingvar syngur og spilar á gítar. Honum til fulltingis eru Hannes Friðbjarnarson á trommum og Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, bassa og röddum, sem einnig sér um upptökustjórn. Lagið var tekið upp í Stúdíó Bambus.

„September er gamalt lag eftir vini mína, en hefur aldrei verið gefið út áður,“ segir Ingvar. „Ég ætlaði að vera voða duglegur að kynna það um mánaðamótin, en þurfti að sinna öðrum mikilvægari verkefnum.“

Þau verkefni gætu meðal annars verið kýlin, sem Ingvar stakk á, bæði í viðtali við DV og aðgerð sem Ingvar þurfti að gangast undir vegna sýkingar, sem átti upptök sín í baki og leiddi í blóðrásina. Ingvar er þó að eigin sögn orðinn eldsprækur.

Þetta er þriðja lagið sem Ingvar gefur út, en í fyrra kom út blúslag: Blús í G# og Aldrei meir, sem kom út í maí.

September er aðgengilegt bæði á YouTube og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Í gær

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar og Milla eignuðust son og fagna fimm ára brúðkaupsafmæli

Einar og Milla eignuðust son og fagna fimm ára brúðkaupsafmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið