fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ævaforn vetrarbraut ætti ekki að vera til

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 17:30

Mynd úr safni. Teikning:National Astronomical Observatory of Japan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönskum og bandarískum vísindamönnum tókst nýlega að taka mynd af vetrarbrautinni COSMOS-AzTEC-1 með 10 sinnum meiri upplausn en áður hefur tekist. Vísindamennirnir hafa gefið vetrarbrautinni aukanafnið „Skrímsla-vetrarbrautin“ en fátt við hana virðist standast skoðun.

Hún varð til fyrir 12,4 milljörðum ára en til samanburðar má nefna að jörðin varð til fyrir 4,5 milljörðum ára. þetta kemur fram á vef LiveScience.com.

Vetrarbrautin er stærri, þroskaðri og í henni eru fleiri stjörnur en ættu að vera. Stjörnufræðingar segja að rykið í vetrarbraut af þessari stærðargráðu ætti að hafa safnast saman í miðju hennar í stað þess að verða hringlaga eins og aðrar vetrarbrautir.

Í fréttatilkynningu frá University of Massachusetts er haft eftir Min Youn, stjörnufræðingi, að lögun vetrarbrautarinnar hafi komið mjög á óvart. Þeir hafi ekki reiknað með að hún væri hringlaga eða eins og skífa í laginu.

Þá er það athyglisvert við vetrarbrautina að hún er með þrjá kjarna en venjulega eru vetrarbrautir með einn kjarna sem stjörnunar eru á braut um. En þessi undarlega vetrarbraut er með tvær miðjur til viðbótar og því er útlit hennar ansi sérstakt.

Hún ætti í raun og veru ekki að vera til að sögn stjörnufræðinga heldur ætti hún að hafa eytt sjálfri sér fyrir löngu. Hún er einnig mjög óstöðug að þeirra sögn og á endanum mun hún hrynja inn að miðju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?