fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Heimsþekkta norska tónskáldið Trond Kverno gestur í sunnudagsmessu Hallgrímskirkju

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju kl. 11 með tónlist norska tónskáldsins Trond Kverno.

Norska tónskáldið Trond Kverno er gestur árlegrar Organistastefnu, sem haldin er fyrir organista á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í Skálholti um helgina.

Trond Kverno, sem er með þekktustu og virtustu tónskáldum Norðurlandanna hefur samið mjög mikið af kirkjutónlist, bæði stór kórverk og sálma. Sálmalög hans þykja sérlega falleg og grípandi og í nýju norsku sálmabókinni eru 27 sálmar með lögum eftir hann.

Trond Kverno verður heiðursgestur í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 11 og verður öll tónlistin, sem flutt er í messunni eftir hann. Kirkjugestir fá sérstakt sálmablað svo þeir geti tekið vel undir í söngnum.

Einnig verða flutt þrjú kórverk; Kristur Jesús sem við sjáum, Ave verum corpus og Salutaris Hostia og mun tónskáldið stjórna þessum verkum.

Organistar í messunni eru Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju og Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt kórfélögum í Kór Bústaðakirkju og þátttakendum á Organistastefnu munu leiða sönginn.

Eiginkona Trond Kverno, Marit Kverno, organisti í Bodö, leikur eftirspilið sem er einnig eftir hann.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Hallgrímskirkju og sr. Kristján Valur Ingólfsson annast messuþjónustuna. Boðið er upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því