fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Brúðkaup Kylie í höndum kjósenda

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 16. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska söngkonan Kylie Minogue og breski leikarinn Joshua Sasse opinberuðu trúlofun sína fyrr á þessu ári. Þau hafa lýst því yfir að þau muni ekki ganga í hjónaband fyrr en lög um hjónaband samkynhneigðra verði samþykkt í Ástralíu. Kosning þess efnis fer fram þar í landi i febrúar á næsta ári. Kylie er ekki þekkt fyrir pólitísk afskipti en hún á fjölda aðdáenda meðal samkynhneigðra og vill standa með þeim, eins og þeir hafa staðið með henni í gegnum árin. Unnustinn er jafn ákveðinn talsmaður samkynhneigðra og hún og segir að sér finnist óskiljanlegt að fólki í Ástralíu sé meinað að ganga í hjónaband vegna kynhneigðar sinnar.

Kylie er 48 ára og hefur aldrei gengið í hjónaband. Unnusti hennar er mun yngri, 28 ára gamall. Nú er hjónabandsmál þeirra í höndum ástralskra kjósenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?