fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Björgvin Páll ólst upp við fátækt

Hálftímalangur þáttur um landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. október 2016 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var vandræðaunglingur og erfitt barn. Hafði of mikla orku og var til vandræða í skóla“ segir handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson í hálftímalöngu myndbandi sem fyrirtækið Spider Tech hefur birt. Þar er Björgvini fylgt eftir en í sumar æfði hans ýmsar íþróttir. Í myndbandinu sést hann æfa aflraunir með Hafþóri Júlíusi Björnssyni, fótbolta með Gunnleifi Gunnleifssyni markverði auk þess að æfa MMA, körfubolta og jóga. Rætt er við fjölda þekktra íþróttamanna um Björgvin Pál.

Í upphafi myndbandsins ræðir hann um æsku sína. Hann stendur við fjölbýlishúsahverfi í Kópavogi, sem hann kallar gettóið sitt, og segist hafa átt erfitt sem barn og unglingur. „Þessi reynsla styrkti mig,“ segir hann í myndbandinu. „Fjölksyldan mín var fátæk. Ég held ég hafi búið í hverri einustu íbúð á þessu svæði. Við fluttum oft.“

Hann segist þó hafa fengið stórt hjarta út úr uppeldinu og að reynslan hafi styrkt sig. „Svo fann ég réttu íþróttina fyrir mig. Handbolti hjálpaði mér mikið og ég á líf mitt að þakka handboltanum. Í kjölfarið kynntist ég konunni minni og lífið varð að fallegu lagi.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=mpRPVvc_V70&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“