fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Greta Salóme byrjaði óvart þéttbókaðan dag á fimm svefntöflum: „Ég hef átt betri daga“

Söng á tveimur tónleikum og vann í sjö tíma í hljóðveri – Gleymdi að vista upptökurnar og því tapaðist öll vinnan

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 20. október 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Gréta Salóme Stefánsdóttir er með mörg járn í eldinum. Sumir dagar eru ansi þéttbókaðir og það átti svo sannarlega við um gærdaginn. Skólatónleikar með Sinfóníuhljómsveitinni, aðrir tónleikar í Kópavogi, fundarhöld og síðan hljóðsversupptaka á nýju auglýsingastefi þar sem skilafresturinn var að líða út. Í slíku annríki hjálpaði það ekki til að byrja daginn á að innbyrða fimm svefntöflur.

Var á sterkakúr útaf röddinni

„Þetta var ekki mín stærsta stund. Ég get alveg staðfest að ég hef átt betri daga, segir Greta Salóme og skellihlær við fyrirspurn blaðamanns. Forsagan er sú að Gréta var búin að vera raddlaus í tvær vikur og fór því til læknis til þess að reyna að fá bót meina sinna. „Hann setti mig á rótsterkan sterakúr og ég átti að taka fimm töflur um morgunin. Ég var ekki alveg vöknuð þegar ég fór á fætur og tók því rangt pilluglas og henti upp í mig fimm svefntöflum,“ segir Greta kímin. Hún tekur þá fram að um melótónín var að ræða, sem eru náttúrulegar svefntöflur. „Þær virka samt mjög vel á litlar manneskjur eins og mig.“

Átti erfitt með að halda augunum opnum

Hún áttaði sig ekki mistökunum fyrr en að hún fann þreytuna svífa á sig. „Röddin lagaðist ekki neitt og ég átti erfitt með að halda augnlokunum opnum. Það var hinsvegar ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram og sem betur fer voru tónleikarnir svo skemmtilegir að ég hélst vakandi. Ég þurfti þó að hafa mig alla við til að spila hratt og örugglega,“ segir söngkonan og er skemmt yfir minningunni. Hún vill þó taka það sérstaklega fram að blessunarlega var henni skutlað milli tónleikarstaða og því skapaðist engin hætta útaf ástandi hennar. Dagurinn var þó síður en svo búinn.

Sjö klukkustunda vinna tapaðist

„Ég þurfti að skila inn stefi fyrir auglýsingu og þurfti því að fara beint í hljóðver að taka það upp. Sú vinna tók sjö klukkustundir og ég komst loks heim í háttinn þegar klukkan var hálf fjögur í nótt.“ Þegar Greta vaknaði síðan eftir stuttan nætursvefn þá dundi áfallið yfir. „Þá kom í ljós að ég hafði ekki vistað upptökurnar og því var sjö klukkustunda vinna farin í vaskinn. Það var pottþétt svefntöflunum að kenna, segir Greta og sér svo sannarlega húmorinn í þessum aðstæðum. „Ég þarf að vinna þetta aftur í dag en ég verð bara á Pepsi-Maxi,“ segir hún.

Greta Salóme gat þó huggað sig við það að nýtt myndband við ábreiðu hennar af laginu „Seven Nation Army“, sem hún frumsýndi á dögunum, hefur hlotið góðar viðtökur og er byrjað að „trenda í Víetnam“. „Þetta var mjög skemmtileg áskorun. Hún barst frá fylgjendum mínum á Snapchat og þeir völdu þetta lag. Ég mátti aðeins nota röddina og fiðluna. Ég lagði mig alla fram við að gera þetta lag að mínu og rappaði meira að segja og notaði fiðluna sem trommu. Ég er mjög sátt við útkomuna,“ segir Gréta Salóme.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=WYlQF7mdGHA&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“