fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Djúp lægð nálgast landið: Stormur í kvöld

Vegfarendur undir Eyjafjöllum hvattir til að fara gætilega í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 2. október 2016 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröpp og dýpkandi lægð sunnan úr hafi nálgast landið í dag og fer þá jafnframt að hvessa af suðaustri, að því er fram kemur í skeyti á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að í kvöld verði kominn stromur við suðurströndina og síðar einnig vestanlands.

Vegfarandur eru hvattir til að fara gætilega ef þeir eru á ferð undir Eyjafjöllum í kvöld. Þá segir Veðurstofan að rigning verði víða á landinu næsta sólarhring, en þó ætti að haldast þurrt að mestu norðaustanlands. Á morgun dregur smám saman úr vindi og úrkomu, en gengur ekki niður á Snæfellsnesi fyrr en seint annað kvöld. Áfram verða suðlægar áttir og í vikunni með vætu, einkum þó syðra. Nokkuð milt verður í veðri miðað við árstíma og gætu tveggja stafa tölur sést víða á landinu.

Hér að neðan má sjá spá næstu daga

Á þriðjudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s og skúrir, en bjartviðri NA-til. Hiti 8 til 12 stig, hlýjast NA-lands.

Á miðvikudag:
Suðaustan 10-18 með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast NA-lands.

Á fimmtudag:
Suðaustan strekkingur með skúrum eða rigningu með köflum, en bjart NA-til. Áfram milt veður.

Á föstudag:
Stíf suðaustanátt með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-til. Milt veður.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt og rigning eða skúrir. Heldur kólnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu