fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn: „Samhugurinn er svo máttugt afl“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 12. október 2016 23:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm vika er síðan leikarinn Stefán Karl Stefánsson gekkst undir aðgerð vegna krabbameins. Greindi eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins frá því í gær að aðgerðin hefði gengið mjög vel. Sagði Steinunn Ólína á Facebook:

„Illkynja meinið sem var í brishöfðinu reyndist eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma. Þeir náðu meininu öllu og skurðbrúnir voru hreinar af krabbameinsfrumum. Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði.“

Þá þakkaði Steinunn ómetanlegan stuðning og hrósaði starfsfólki spítalans:

„Við fjölskyldan erum stödd í…já, hvernig á að lýsa þessu…harkalegu umferðarslysi… sem er í heldur martraðarkenndri endurspilun oft á dag. Endurspilunum er þó aðeins að fækka og nýr veruleiki að sýjast inn í vitundina.

Það er magnað hvernig líkaminn hjálpar manni í áföllum sem þessum. Hvað það að gráta er t.d góð höfuð og sálarhreinsun. Mér finnst að grátur ætti beinlínis að vera á stundaskrá. Eða hvað geispar losa um vöðvaþreytu og kvíðahnúta.“

Stefán Karl sendi nú í kvöld línu til vina og kunningja á Facebook til að þakka fyrir stuðning, hvatningu, bréf og ótal skilaboð.

„Ég get ekki lýst því hvað þetta er að hjálpa mér mikið í bataferlinu. Ég er ekki maður mikilla skrifa núna enda orkulaus og hálfur maður en mér fannst ég verða að skrifa ykkur og fá að þakka fyrir mig innilega, samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir Stefán Karl og bætir við:

„Sé ykkur vonandi öll fljótlega. Kveðja, Stefán Karl“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan