fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Silja Björk skorar á fólk að sýna líkama sinn eins og hann er: „Ég er á móti þeirri hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð“

Kveðst aldrei hafa verið „nógu mjó“ – „Aldrei yrði mér tekið alvarlega í svona keppni því ég er feit, ekki í samræmi og með offituprósentu“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er á móti þeirri hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð, því aldrei fengi ég að stíga á svið Ungfrú Ísland – Miss World Iceland þótt ég myndi þrá það. Aldrei yrði mér tekið alvarlega í svona keppni því ég er feit, ekki í samræmi og með offituprósentu. Engu máli skiptir að ég er góð og falleg, gjafmild manneskja með metnað, gáfur og hjarta úr gulli,“ segir Silja Björk Björnsdóttir baráttukona í áhrifamiklum pistli á fésbók en tilefnið er fréttir undanfarna daga af ákvörðun Örnu Ýrar Jónsdóttur fegurðardrottningar. Líkt og kunnugt er hætti Arna Ýr við þáttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International eftir að hafa verið tjáð af eiganda keppninnar að hún væri „of feit.“

Silja Björk hefur undanfarin misseri verið ötul í að opna umræðuna um geðsjúkdóma í samfélaginu en hún stofnaði meðal annars facebookhópinn Geðsjúk og kom af stað samfélagsmiðlaherferðinni #égerekkitabú sem leiddi til þess að þúsundur einstaklinga opnuðu sig um baráttu sína við andleg veikindi.

Aldrei nógu mjó

„Ég hef verið feit, ég hef verið mjó, rasslaus og flöt eins og planki, ég er með ör og slit, kalkbletti á tönnunum, var með spangir, bólur og freknur á sumrin.

Ég hef verið í fituprósentum frá 18 upp í 25, ég hef verið ræktarfíkill, matarfíkill, ég hef hatað sjálfa mig og klipið í mig fyrir framan spegilinn. Ég hef aldrei verið „nógu mjó“,“

ritar Silja í pistli sínum og nefnir jafnframt fleiri öfgafullar leiðir sem hún hefur farið til að passa inn í staðalímynd samfélagsins.

„Ég hef horft á sjálfa mig veslast niður af þunglyndi, beinabera á próteindufti að neitað sjálfri mér um mat. Ég hef talið ofan í mig kalóríur og starað á einhverjar tölur á vigt af áfergju og logið til um þynd mína.

Þetta er partur af því að vera kona. Það er ógeðslegt, ósanngjarnt og ömurlegt en það er staðreynd. Mér hefur liðið eins og hálfdauðum steypireyð sem skolar upp á strönd og dæmt mig og aðrar konur byggt á útliti og líkama.“

Þá birtir Silja meðfylgjandi mynd af sjálfri sér og skorar á aðra að gera hið sama, og fagna fjölbreytileikanum.

„Ég er 24 ára og þegar þessi mynd var tekin hafði ég ALDREI verið hamingjusamari með sjálfa mig. Mér er orðið drullusama um þetta rugl sem við erum gersamlega berskjölduð fyrir og vildi óska að allir gætu upplifað það.

Útlitsdýrkun. Fitufordómar. Offitufaraldurinn. Lystarstolið. Allt þar á milli.

Ég er á móti þeirri hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð, því aldrei fengi ég að stíga á svið Ungfrú Ísland – Miss World Iceland þótt ég myndi þrá það. Aldrei yrði mér tekið alvarlega í svona keppni því ég er feit, ekki í samræmi og með offituprósentu. Engu máli skiptir að ég er góð og falleg, gjafmild manneskja með metnað, gáfur og hjarta úr gulli.

Ég skora á ykkur að setja myndir af ykkur, konur og karlar, sem sýna allt og ekkert, hold og ör, hulið eða bert og láta það berast að við erum öll falleg

Ég heiti Silja Björk, ég er 24 ára og í fyrsta sinn á minni ævi er ég ánægð með minn líkama og allar hans fellingar því ég veit að #égerdrottning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára