fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Justin Bieber móðgaðist og gekk af sviðinu – Sjáðu myndbandið

Poppstjarnan var ekki í sérstaklega góðu skapi á tónleikum í Manchester

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 24. október 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Justin Bieber er sem kunngt er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og í gærkvöldi tróð hann upp í Manchester á Englandi. Eitthvað virðist Bieber hafa verið illa fyrir kallaður því hann stormaði af sviði þegar áhorfendur bauluðu á hann. Bieber ku hafa eytt of miklum tíma á milli laga í að tala en áhorfendur vildu að hann héldi áfram með tónleikana.

Purpose-tónleikaferðalag þessa 22 ára Kanadamanns hófst eins og flestir vita á Íslandi og síðan þá hefur hann meðal annars haldið tónleika á Norðurlöndunum.

Í frétt Mail Online má sjá myndband af uppákomunni en á henni sést þegar Bieber kastar míkrófóninum frá sér og gengur af sviðinu. Óhætt er að segja að tónleikagestir hafi verið lítt hrifnir af þessu uppátæki. Hann sneri aftur á svið skömmu síðar þar sem hann útskýrði þessa ákvörðun sína stuttlega. Áður en að síðasta laginu kom útskýrði hann uppákomuna betur.

„Ástæðan fyrir því að ég komst í uppnám var vegna þess að ég ferðast um allan heim til að koma hingað. Ég hef helgað líf mitt því að koma fram og ná fram brosi á andlitum fólks. Mér fannst eins og fólk væri ekki að sýna mér nægjanlega mikla virðingu á móti. Það særði mig. En við endum þetta á laginu Baby,“ sagði Bieber.

Eins og við var að búast sköpuðust fjörugar umræður á Twitter þar sem sumir gagnrýndu poppstjörnuna á meðan aðrir sýndu henni stuðning. „Frægðin hefur svo sannarlega stigið þér til höfuðs, Justin Bieber,“ sagði einn á meðan annar sagðist finna til með Bieber.

Myndbönd af uppákomunni má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum