fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Sat á laginu Fröken Reykjavík í 10 ár

„Álíka læs á nótur og fimm ára barn sem er að læra að lesa“

Kristín Clausen
Föstudaginn 28. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var mjög stressaður að setja þetta í loftið,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Friðriksson sem á heiðurinn af einu mest spilaða laginu á Íslandi um þessar mundir. Lagið samdi Frikki Dór þegar hann var 18 ára en textinn er fenginn að láni úr laginu Fröken Reykjavík sem er einn ástkærasti dægurlagasmellur íslenskrar tónlistarsögu.

Hafði aldrei heyrt lagið

Ólíkt flestum Íslendingum hafði Frikki Dór enga hugmynd um hvaða lag Fröken Reykjavík var þegar hann heillaðist fyrst af textanum fyrir 10 árum.

„Heima hjá mömmu og pabba var til söngvabók með klassískum íslenskum lögum og textum. Það voru hljómar við lögin en ég er álíka læs á nótur og fimm ára barn sem er að læra að lesa.“

Frikki Dór byrjaði eftir að hann las textann yfir að dunda sér á gítarinn og samdi sína eigin útgáfu af lagi við textann. „Ég hafði aldrei heyrt upprunalega lagið áður en ég samdi mitt eigið.“

Þá viðurkennir Frikki Dór fúslega að það hafi tekið mjög á taugarnar að setja lagið, sem er elektróskotin poppballaða, í loftið, því hann skynjaði alls ekki hvernig viðbrögð hann fengi.

„Ég er auðvitað búinn að eiga lagið í tíu ár. Mamma var búin að þrýsta á mig frá upphafi að taka það upp og gefa út. Hún þekkir auðvitað upprunalega lagið en hafði einnig alltaf þótt textinn henta laginu mínu vel.“

Þakklátur að hafa fengið leyfi

Frikki Dór hafði samband við fjölskyldu Jónasar Árnasonar sem á textann í upprunalega laginu sem gaf honum leyfi til að gefa lagið út við textann hans. „Það er alls ekki sjálfsagt og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta leyfi.“

Hann segist í þakklætisskyni, og af virðingu fyrir upprunalegu útgáfuna, reyna að halda því eins mikið á lofti og hann getur að textinn sé eftir Jónas og vill að sagan í textanum fái að njóta sín.

Frikki Dór segist aldrei áður hafa upplifað jafn sterk viðbrögð við lagi sem hann hefur sent frá sér. „Margir hafa stoppað mig úti á götu og sagt að þetta sé vel gert. Ég átti allt eins von á að þetta gæti brugðið til beggja vona. Auðvitað líkar ekkert öllum við þetta og vilja að hlutirnir séu látnir í friði, ég virði þær skoðanir líka fullkomlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig