fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Sugar Wounds: „Heimur sem leitast við að ögra skilningarvitum og hugarheimi áhorfandans“

Guðni Einarsson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 15:32

Sunneva Ása Weisshappel - Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 24 ágúst fer fram opnunarsýning sýningarraðinnar Sugar Wounds í Ármúla 7. Sýningin er fyrsti hluti í fjögurra sýninga röð þar sem ný sýning mun opna hvert föstudagskvöld á tímabilinu 24.08.18 – 16.09.18.

Fyrsta sýning í röðinni er samsýning allra átta listamannana sem standa að sýningunni og er verkunum ætlað að gefa vísbendingar um vinnuferli listamannana og veita innsýn í þau verk sem verða sýnd á næstu þremur sýningum í röð Sugar Wounds. Sýningin er alfarið skipulögð af listamönnunum sjálfum út frá samvinnu og samtali sem hefur átt sér stað yfir seinustu mánuði.

Listamennirnir leita innblásturs í gegnum sína eigin reynslu og skynjun á umhverfi sínu, og eru stjórnmál, ástarsambönd, samskipti kynjanna, sálfræði, dulspeki, neyslumenning og poppkúltúr meðal annars uppspretta í verkum þeirra. Í gegn um titilinn Sugar Wounds skapar hver listamaður súrsæt verk sem í samtali sín á milli mynda heim sem leitast við að ögra skilningarvitum og hugarheimi áhorfandans.

Listamenn:

Freyja Eilíf
Katrína Mogensen
Kristín Morthens
Nanna MBS
Nína Óskarsdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Sunneva Ása Weisshappel

Hönnun og útlit:
Alexandra Baldursdóttir

 

Sugar Wounds röðin heldur svo áfram með eftirfarandi sýningum með opnunum hvert föstudagskvöld kl. 18.00.

31.08.18 – 02.09.18
Kristín Morthens og Nanna MBS

07.09.18 – 09.09.18
Freyja Eilíf, Katrína Mogensen og Nína Óskarsdóttir

14.09.18 – 16.09.18
Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“