fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Íbúar Lindarbrautar hvetja hlaupara til dáða – Hlaðborð veitinga og skemmtileg stemning

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun og fjöldi hlaupara hleypur, flestir þeirra til styrktar góðu málefni.

Það er annar hópur sem er ekki síður mikilvægur á morgun, og það eru einstaklingarnir sem hvetja hlauparana áfram. Á meðal þeirra eru íbúar Lindarbrautar á Seltjarnarnesi, en sú hefð hefur skapast þar að íbúar götunnar skreyta hús sín og garða fyrir Reykjavíkurmaraþonið og efna til morgunverðarhlaðborðs til að hvetja maraþonhlauparana til dáða.

„Það eru komin meira en tíu ár síðan nokkrir nágrannar tóku sig saman í að skreyta kvöldið fyrir hlaup og bjóða upp á morgunverðarhlaðborð,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, en eiginmaður hennar, Lárus B. Lárusson, systir hennar, Þorbjörg Pétursdóttir, og hjónin Magnea Ólöf Guðjónsdóttir og Halldór Kjartansson Björnsson, eru á meðal gestgjafa.

Á sínum tíma fluttu Magnea og Halldór yfir í aðra götu á Nesinu en systir Sjafnar, Þorbjörg, á Lindarbrautina.„Magnea og Halldór fluttu síðar aftur á Lindarbrautina og fögnuðu því að geta haldið áfram að hvetja þessar hetjur til dáða,“ segir Sjöfn, en hún og maður hennar fluttu í aðra götu fyrir fjórum árum, en þar sem systir hennar býr á Lindarbrautinni, hefur hópurinn haldið hefðinni áfram.

Sjöfn og Magnea.

„Við systurnar og góðir grannar á Lindó höldum í hefðina, sem við byrjuðum á fyrir þó nokkrum árum – öflugasta klappliðið í Maraþon partíinu og bjóðum upp á glæsilegt hlaðborð, brunch eða dögurð fyrir gesti og gangandi. Hefðin er að bjóða vinum og vandamönnum að koma í hvatningar- og klappliðið og stemningin er ólýsanleg.Við erum að styðja mörg góð málefni, bæði vinir og vandamenn hlaupa til góðs og við dáumst af þeim dugnaði sem hlaupararnir leggja á sig fyrir góðan málstað. Það er ómetanlegt að sjá allt þetta fólk, sem allt er að stefna að sama markmiðinu, að styrkja góð málefni og láta gott af sér leiða. Hefðin er að bjóða vinum og vandamönnum að koma í hvatningar- og klappliðið og stemningin er ólýsanleg.“

Þemalitirnir í ár eru íslensku fánalitirnir og verður íslenskt þema í hávegum haft. „Það ver verðugt verkefni að vera í öflugu klappliði sem hvetur hlaupara til dáða að ná markmiði sínu.“

Hlaðborðið svignar undan kræsingum; bakaðar eru bollakökur og þær skreyttar í tilefni dagsins, boðið er upp á ferska ávexti, osta, hráskinkur, pylsur, pönnukökur, brauð og pestó, kornflexgotterí og margt, margt fleira, svo fátt sé nefnt. Bollakökurnar eru allra vinsælastar hjá hlaupurunum, en í þetta skiptið voru bökuð um 300 stykki. Melónurnar eru afar vinsælar og sérstaklega vinsæll munnbiti hjá þyrstum maraþonhlaupurunum. Umfram allt er boðið upp á ískalt Prosecco, vatn, ávaxtasafa eða léttan bjór.

„Látum gott af okkur leiða og gleðjumst saman, lífið er núna,“ segir Sjöfn og hvetur hlaupara að njóta veitinga á Lindarbrautinni á morgun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Í gær

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu