fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Birgitta tók yfirdrátt til að halda afmælisveislu fyrir son sinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 14. október 2016 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru allir að sýna eitthvað persónulegt til að manngera sig í þessari kosningabaráttu. Ég hef reynt að halda mínum börnum fyrir utan mitt opinbera líf, þó að ég sé opin bók, þá finnst mér að börnin mín eigi rétt á sinni friðhelgi,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata á Faceebook.

Færsluna skrifar hún vegna frétta af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, en Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband af Bjarna Benediktssyni að baka stórglæsilega afmælisköku. Myndbandið hefst á því að fjármálaráðherra birtist, íklæddur svuntu og segir einbeittur:

„Það er mikill kærleikur í svona köku, það er ekki spurning.“ Í kjölfarið sést Bjarni skera út sykurmassa í köku sem ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vinna til einhverskonar verðlauna.

Birgitta ætlar aftur á móti ekki að birta neinar myndir af sér að baka köku. Birgitta segir:

„Þannig að ég mun ekkert vera að birta neinar myndir af mér að skreyta kökur, en hér er ein mynd af köku sem við mamma gerðum saman fyrir langa löngu þegar frumburður minn varð sex ára,“ segir Birgitta og bætir við:

„Þetta var einmitt afmælisveislan sem ég neyddist til að taka minn fyrsta yfirdrátt hjá bankanum fyrir sem var um 20.000 krónur til að geta haldið afmæli fyrir son minn.“

Þá segir Birgitta að endingu:

„Þvílíkur okurvextir sem eru af slíkum lánum, mæli ekki með því, en stundum á fólk ekki val og þarf að taka slíkt lán, því að það er ekki hægt að láta enda ná saman út mánuðinn. Gerum eitthvað magnað, dreifum arði þjóðar á auðlindum jafnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum