fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Ekki er allt sem sýnist á Instagram: Plataði 50 þúsund fylgjendur sína

Sérð þú eitthvað athugavert við myndirnar?

Kristín Clausen
Sunnudaginn 9. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæstir sáu nokkuð athugavert við Instagram aðgang Louise Delage sem leit út fyrir að lífsins í botn við hinar ýmsu aðstæður. Þar á meðal setti hún myndir af sér á Instagram með kokteil í hönd um borð í lúxus snekkju, á fínum veitingastöðum og sötrandi kampavín í baði.

Louise, sem er 25 ára og býr í París, varð svo vinsæl á Instagram að á aðeins nokkrum vikum var hún komin með 50 þúsund fylgjendur.

Líkt og margar stjörnur á samfélagsmiðlinum þá rigndu yfir hana skilaboðum á borð við,

„Þú ert svo falleg, ég vildi að ég væri meira eins og þú, og svo framvegis.“

Louise birtist fyrst á samfélagsmiðlinum þann 1 ágúst síðastliðinn en þann 30 september birti hún stutt myndband á Instagram þar sem allar myndirnar sem hún hafði sett á síðuna vikurnar á undan birtust í stuttri yfirferð.

Sérð þú hvað myndirnar eiga sameiginlegt?

Á myndunum sést glögglega að þær eiga allar eitt sameiginlegt. Lousie heldur á áfengum drykk á hverri einustu mynd.
Þá kom jafnframt í ljós eftir að myndbandið birtist að aðgangur Louise var ekkert venjulegur aðgangur hún sjálf birtist sömuleiðis undir fölsku flaggi. En Louise Delage er ekki til í raunveruleikanum.

Instagram stjarnan Louise er leikin af frönskum háskólanema en karakterinn varð til á auglýsingastofu. Instagram aðgangurinn er hluti af auglýsingaherferðinni Addict Aide og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er auðvelt að horfa framhjá fíkn ástvina okkar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ecRheslTlwE&w=640&h=360]

Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar, Stéphane Xiberras, segir að það sé mjög algengt að nánustu aðstandendur fíkla og þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða komi af fjöllum þegar viðkomandi byrjar að leita sér aðstoðar. Því hafi herferðin fengið gríðarlega mikil og jákvæð viðbrögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Miður sín eftir að hún áttaði sig á því að verndarenglatattúið líkist einhverju mjög dónalegu

Miður sín eftir að hún áttaði sig á því að verndarenglatattúið líkist einhverju mjög dónalegu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að vera fljótur að hugsa þegar nær nakin Bianca Censori birtist óvænt fyrir aftan hann

Þurfti að vera fljótur að hugsa þegar nær nakin Bianca Censori birtist óvænt fyrir aftan hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum