fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Stríðið tapað

Mælir með að bannstefna sé afnumin

Auður Ösp
Laugardaginn 8. október 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar.“

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í pistli sem birtist á vef Pressunnar á fimmtudag. Pistillinn hefur vakið mikla athygli en í honum telur hann upp atriði sem mæla með lögleiðingu fíkniefna og segir margs konar böl fylgja opinberri bannstefnu gegn efnunum.

Jón Steinar segir gríðarlegan fjölda fólks hafa látið lífið í stríðinu við fíkniefnadjöfulinn, þar á meðal fólk sem ekki hafi verið sjálfviljugir þáttakendur. Margs konar böl af öðru tagi fylgi bannstefnunni, lífi sé haldið í undirheimunum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður lítið við.

„Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna. Þau fjármagna neysluna með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þessari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yfirvöldin ráða ekkert við vandann,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“