fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Fermingarbörn safna peningum fyrir vatnsverkefni

Hjálparstarfið biður landsmenn að að taka vel á móti fermingarbörnunum

Kristín Clausen
Mánudaginn 31. október 2016 18:30

Hjálparstarfið biður landsmenn að að taka vel á móti fermingarbörnunum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 2600 fermingarbörn um allt land ganga í hús þessa vikuna og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Framlag þeirra er gríðarlega mikilvægt en í fyrra söfnuðu fermingarbörnin um átta milljónum króna.

Fyrir söfnunina fengu börnin fræðslu um aðstæður fólks sem býr við erfið lífsskilyrði og fengu tækifæri til að ræða um sameiginlega ábyrgð jarðarbúa á því að allir fái lifað mannsæmandi lífi.

Ahmed Nur Abib og Million Shiferaw sem vinna að verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu komu til Íslands í lok september og voru til loka október til þess að fræða fermingarbörn um aðstæður í Eþíópíu en þar er einmitt stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu.

Meginmarkmið verkefnisins er að treysta fæðuöryggi og auka framfærslumöguleika fátækra bænda með því að bæta aðgengi að vatni, stuðla að betri ræktunaraðferðum og meiri framleiðni ásamt því að vinna að valdeflingu kvenna í samfélaginu.

Hjálparstarfið biður landsmenn að að taka vel á móti fermingarbörnunum þegar þau banka upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“