fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Fuglastríðið í Ástralíu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. ágúst 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt undarlegasta stríð sem háð hefur verið hefur verið nefnt „hið mikla emúastríð“ og var háð í Campion-héraði í vesturhluta Ástralíu árið 1932.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu margir fyrrverandi hermenn hveitirækt í vesturhluta Ástralíu en kreppan mikla árið 1929 olli því að hveitiverð hríðféll og aðstæður þeirra urðu óbærilegar. Ofan á þetta komu tugþúsundir emúa á svæðið og átu uppskeruna, en emúar eru stórir ófleygir fuglar sem flytja sig milli staða í stórum hópum.

Bændurnir höfðu samband við sir George Pearce varnarmálaráðherra, sem sjálfur hafði barist í stríðinu, og sendi hann herflokk vopnaðan hríðskotarifflum á svæðið til að hrekja fuglana í burtu.

Marskálkurinn G.P.W. Meredith stýrði árásum á fuglana í lok október 1932 og beitti umsátrum en erfitt reyndist að ná mörgum saman. Eftir fjóra árangurslausa daga tóku hermennirnir eftir því að emúahóparnir voru með eigin leiðtoga, „stóra svartfiðraða fugla sem fylgdust með hermönnunum og vöruðu félaga sína við árásum.“ Eftir viku bardaga voru aðeins örfáir fuglar dauðir.

Niðurlægingin olli því að herinn dró sig til baka 8. nóvember en Meredith fékk annað tækifæri tæpri viku síðar og barðist við fuglana til 10. desember. Þá höfðu alls 986 emúar verið drepnir og aðgerðum hætt.

Aðgerðin hafði ekki tilætluð áhrif og fuglarnir átu hveiti næstu árin. Má því segja að ástralski herinn hafi beðið ósigur í hinu mikla emúastríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna