fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Margrét Friðriksdóttir tók persónuleikapróf DV og er Sema Erla „Hlýtur að vera brandari dagsins“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júlí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag birti DV persónuleikaprófið „Hvaða umdeildi Íslendingur ert þú?“ þar sem svör lesenda við ákveðnum spurningum ráða því hvaða umdeilda Íslendingi þeir eiga helst samleið með í skoðunum.

Möguleikarnir eru nokkrir, þar á meðal: Biggi lögga, Gylfi Ægisson, Hildur Lilliendahl, Jón Valur Jensson, Margrét Friðriksdóttir, Pétur Gunnlaugsson og Sema Erla Serdar.

Margrét þreytti prófið í gær og kom niðurstaðan henni á óvart. Í stöðufærslu á DV skrifar hún: „Þetta hlýtur að vera brandari dagsins, ég er Sema Erla Serdar samkvæmt þessu persónuleikaprófi.“

Þá upplýsir Margrét að hún hafi tekið prófið aftur og þá hafi hún hakað við „öfgakenndar skoðanir eins og hommahatur“ sem skilaði þá þeirri niðurstöðu að hún væri hún sjálf.

Skrifar Margrét jafnframt að henni sýnist DV/Fókus vera með mikla fordóma og jafnvel gera henni upp skoðanir.

Líkt og allir vita sem fylgjast með þjóðfélagsumræðunni þá eru Margrét og Sema Erla fulltrúar gerólíkra lífsviðhorfa og stjórnmálaskoðana og hafa tekist oft harkalega á, ekki síst þegar málefni hælisleitenda og flóttafólks eru annars vegar. Sema Erla hefur beitt sér mjög í réttindabaráttu flóttafólks og fyrir bættum hag þeirra, þá sérstaklega sem formaður Solaris samtakanna, á meðan Margrét vill fara mjög varlega og varar við Múslimum og fjölmenningu.

Persónuleikaprófið sem er að sjálfsögðu til gamans gert, hefur vakið mikla umræðu meðal fólks á samfélagsmiðlum og hafa sumir jafnvel móðgast þegar þeir telja prófið ekki skila réttum einstaklingi sem niðurstöðu.

Prófið má taka hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“