fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Angelina Jolie og Brad Pitt að skilja

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2016 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slúðurvefsíðan TMZ fullyrðir að leikarahjónin Angelina Jolie og Brad Pitt séu að skilja. Nokkuð hefur verið slúðrað um að þetta lægi í loftinu án þess að formleg staðfesting hafi komið.

TMZ hefur hingað til verið áreiðanlegur þegar kemur að fréttum um fræga fólkið vestanhafs. Þannig greindi TMZ fyrstur miðla frá andláti Michaels Jackson á sínum tíma.

Samkvæmt frétt TMZ skilaði Jolie inn skilnaðarpappírum í gær og mun „óyfirstíganlegur ágreiningur“ vera ástæða þess að hjónin eru nú að skilja.

Jolie og Pitt eiga sex börn saman og hefur Jolie farið fram á að fá fullt forræði yfir þeim og að Pitt muni aðeins fá heimsóknarleyfi. Þá mun Jolie ekki fara fram á að fá meðlag frá Pitt vegna barnanna.

Heimildarmaður TMZ segir að Jolie hafi verið óánægð með það hvernig Pitt kom fram við börn þeirra og hvaða aðferðum hann beitti í uppeldi þeirra. Ekki er útskýrt frekar hvað það nákvæmlega var sem Jolie var óánægð með.

Angelina Jolie og Brad Pitt hafa verið saman frá árinu 2004 en þau gengu í hjónaband árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Í gær

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu