fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Kristrún segir barnaefni á Youtube algjöra djöflasýru

Vill vekja foreldra til umhugsunar um efnisveituna

Kristín Clausen
Föstudaginn 30. september 2016 16:13

Vill vekja foreldra til umhugsunar um efnisveituna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er allskonar ógeð þarna á milli.“ Þetta segir Kristrún Heiða Hauksdóttir sem er búin að eyða Youtube af öllum snjalltækjum heimilisins í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að börnin hennar horfi á óæskilegt efni á síðunni.

„Þetta er náttúrlega svo svakalega stór veita af efni og frumskógur. Alveg eins og í frumskóginum þá er margt fallegt en það er líka margt stórhættulegt,“ sagði Kristrún Heiða í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Kristrún skrifaði grein um málið á Nútímann í gær sem vakti mikla athygli.

Kristrún Heiða segir að á Youtube sé sömuleiðis mikið af auglýsingaefni sem er sérstaklega beint að börnum, en það er bannað á Íslandi.

„Síðan er þarna leikið látbragðsefni sem er ekki á neinu sérstöku tungumáli. Það er algjör djöflasýra.“

Kristrún Heiða segir það sömuleiðis óþægilegt að maður veit aldrei hvert myndböndin leiða þig. „Þú getur horft endalaust og veist í raun og veru aldrei fyrirfram hvert myndbandið leiðir þig.“

Hún segir jafnframt í viðtalinu að framleiðsla þessara myndbanda, sem börnin sækja i, snúist að lokum ávallt um peninga.

„Þegar maður dýfir tánni ofan í þennan heim þá verður maður bara afskaplega hræddur um börnin sín. Þetta er rosalega bein markaðssókn, að mörgu leyti, og svo algjör klikkun, umfjöllunarefnið sjálft í þessum myndböndum er rosalega súrt og jaðrar við klám.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót