fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Inga Sæland segist hafa orðið fyrir svívirðingum vegna efasemda sinna um ókyngreind salerni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. júlí 2018 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist loksins vera búin að átta sig á því hvað felist í hugatakinu pólitískur rétttrúnaður. Það hafi hún upplifað eftir að hún viðraði efasemdir sína um ókyngreind salerni í Facebook-færslu. Inga segir að umræður undir færslunni hafi verið um margt eðlilegar en þó hafi nokkrir aðilar vaðið fram af ofstopa og hellt yfir hana svívirðingum. Inga skrifar:

Ég spurði í gær hvort konur vildu ókyngreind salerni. Einnig birti ég grein um þetta efni. Flestir tóku þessum færslum eins og þær komu fyrir og að sjálfsögu ekki allir sammála og bara gaman að því. Hinn svo kallaði rétttrúnaður lét sig heldur ekki vanta í umræðuna, jafnvel hellti yfir mig svívirðingum.

Inga segir að hinum pólitískt réttrúuðu veiti ekki af hlýju, þeim líði greinilega illa:

Ég er loks að átta mig á því hvað felst í þessu hugtaki „rétttrúnaður“ þegar verið er að tala um ákv. hópa í samfélaginu. Einstaklingar sem stíga fram á opinberum vettvangi hlaðin öfgum og eigin ágæti, enginn og ekkert er þeim æðra, allt sem þau segja og gera er það eina rétta og sanna á öllum sviðum allir aðrir eru asnar fífl og hálfvitar. Af hverju líður þessu fólki svona illa, ég vil senda þeim öllum bjartsýni og bros inn í daginn og bið ykkur að gera slíkt hið sama elsku vinir, þeim veitir svo sannarlega ekki af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér