fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ásgerður spurði um dónalegt orð og varð fyrir aðkasti: „Vissi ekki að það væri svona sóðalegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri íslensk kona, Ásgerður nokkur, biðst innilega afsökunar á því að hafa móðgað fólk í einum stærsta Facebook-hóp Íslands, Skemmtileg íslensk orð. Innlegg hennar hefur vakið mikla athygli en á þriðjudagsmorgni hafa nærri hundrað manns skrifað athugasemd við færslu hennar.

„Ég er miður mín og þykir leitt að hafa sært fólk með skrifum mínum ég setti hér inn orð sem ég man eftir frá æsku minni og vissi ekki að það væri svona sóðalegt ég mun draga mig í hlé hér á þessari síðu,“ skrifar Ásgerður. Færslunni þar sem hún spurði um þetta dónalega orð hefur verið eytt, en orðið sem hún spurði um var „pervert“ og varð hún fyrir nokkru aðkasti í þeim þræði fyrir að vita ekki hvað það orð þýddi.

Langflestir lýsa yfir stuðningi við Ásgerði í nýja þræðinum og segja henni að hlusta ekki á eineltisraddir. „Bíddu hvað var það þá? Alls ekki fara að láta fólk hafa þessi áhrif á þig. Við erum hér að ræða allskonar orð. Eðli þeirra er ekki eitthvað sem á að ráðast á persónu fyrir,“ segir ein kona. Einn karlmaður tekur undir og skrifar: „Alls ekki gera það Ásgerður. Þetta tökuorð er alveg hægt að ræða um eins og öll önnur orð. Er í rauninni búið að vinna sér nokkuð fastan sess í málinu og notað af mörgum. Alls ekki taka þetta nærri þér.“

Önnur kona segir henni að pervert sé ekkert verra orð en margt annað. „Alls ekki gera það Ásgerður. Þetta tökuorð er alveg hægt að ræða um eins og öll önnur orð. Er í rauninni búið að vinna sér nokkuð fastan sess í málinu og notað af mörgum. Alls ekki taka þetta nærri þér,“ skrifar sú kona.

Flestir eru þó á því máli að þeir sem gagnrýndu Ásgerði sé hinir raunverulegu skúrkar. „Fór fólk í alvöru að væla yfir þessu orði?? EKKI taka það nærri þér! Þetta eru bara vælupúkar þú gerðir ekkert rangt!,“ skrifar ein kona og karlmaður tekur undir og segir: „Óttarlegt væl og viðkvæmni er þetta“

Sæmundur nokkur lýsir yfir stuðningi við Ásgerði og skrifar: „Svertingjar voru alltaf kallaðir negrar, og við þetta ólst ég upp, Ég kalla svertingja negra enn í dag og fæ á mig allskins óþverra. Merking þessa lýsingarorðs hefur víst breyst svo mikið en ég hef ekki fylgt þeirri breytingu og nota orðið negri enn í dag yfir svart fólk, verð samt að viðurkenna að ég hef smávegis dregið úr því. og nota það meira svona til að stuða fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum