fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Ávarpaði Kristófer einan á ensku: „Ég fékk good luck“

Guðni Th. Jóhannesson forseti hitti leikmenn fyrir landsleikinn í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. september 2016 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir i liðinu fengu „Gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta, nema kallinn. Ég fékk „good luck“. Frá þessu greinir íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox á Twitter.

Ísland vann öruggan sigur á Sviss í fyrsta leik undankeppni Eurobasket í Laugardalshöll í gærkvöldi. Leikurinn vannst með 16 stiga mun. Kristófer greinir á Twitter frá skemmtilegu atviki sem varð fyrir leikinn. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heilsaði upp á leikmenn en hann var heiðursgestur á leiknum.

Kristó og móðir hans þegar hann útskrifaðist sem stúdent árið 2013 úr Kvennaskólanum.
Stúdent Kristó og móðir hans þegar hann útskrifaðist sem stúdent árið 2013 úr Kvennaskólanum.

Vísir greinir frá því að ellefu af tólf leikmönnum Íslands hafi verið ávarpaðir á móðurmálinu. Kristófer, sem á þeldökkan föður og hefur því dekkra litarhaft en félagar hans í landsliðinu, ólst upp og bjó á Íslandi til ársins 2013 en fluttist þá til Bandaríkjanna þar sem hann leikur körfubolta og stundar nám. Íslenska er hans móðurmál.

Kristófer er spurður að því á Twitter hverju hann hafi svarað. Ekki stóð á svari landsliðsmannsins, sem spilaði vel í gær. „Thanks bruh“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“