fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Tinna deilir góðum lista um hvað sé hægt að gera með börnunum í sumarfríinu

Fagurkerar
Laugardaginn 30. júní 2018 15:00

Silhouette, group of happy children playing on meadow, sunset, summertime

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins er komið að því að við fjölskyldan erum að fara í sumarfrí saman.

Þetta verður í fyrsta skiptið sem við erum öll saman í fríi, alveg í heilar 5 vikur líka!

Síðasta sumar var ömurlegt. Pabbi lést 18. júní og sumarið er eiginlega allt í móðu. Man vel eftir flutningunum í júlí og 10 daga ferðalaginu sem við fórum í, en man ekki mikið meira en það. Ég man hvað ég var með mikið samviskubit eftir sumarið því það var ekki sniðið að börnunum, heldur þá var ég bara ógeðslega sorgmædd (eðlilega) og lofaði sjálfri mér að næsta sumar yrði fullt af fjöri fyrir krakkana!

En fyrir utan síðasta sumar þá erum við Arnór bæði nýlega útskrifuð úr námi þannig að þetta hefur alltaf bara verið þannig að hann er að vinna á sumrin og því höfum við aldrei tekið svona gott frí saman, mikið verður þetta ljúft!

Þetta er alveg frekar langur tími, en tíminn getur verið svo svakalega fljótur að líða samt og áður en maður veit þá er þetta búið. Þannig að mig langaði að gera to do lista fyrir fríið og geri hann 100% sniðinn að krökkunum og hvað þeim finnst gaman að gera. Börnin mín, Óli Freyr og Elín Kara, eru fjögurra og tveggja ára gömul.

Ég ákvað að hafa listann ekki mjög langan, þar sem mig langar til þess að gera allt á listanum og vil hafa þetta raunhæft. Datt svo í hug að deila honum með ykkur ef einhverjum skyldi vanta hugmyndir.

Hér kemur listinn:

Út að leika (erum t.d með badmington fjölskyldusett, frisbí, keilu, mini golf, sandkassadót o.fl.)

Útilega (við förum í útilegu í 10 nætur í byrjun ágúst)

Göngutúr með korti og enda á leikvelli með nesti

Bókasafn að skoða/lesa skemmtilegar bækur

Fara á hvalasýninguna Whales of Iceland

Skemmtigarðurinn/Smáratívolí

Heiðmörk og grilla þar

Vaða í Hvaleyrarvatni

Ísbíltúr/ísgöngutúr

Húsdýragarðurinn

Fara í heimsóknir

Gefa bíbí brauð

Boltaland í Ikea

Fara í strætó

Baka saman

Lautarferð

Göngutúr

Fjöruferð

Hjólatúr

Bátsferð

Berjamó

Skautar

Keila

Sund

Róló

Bíó

Vonandi fenguð þið einhverjar góðar hugmyndir af þessum lista, en þetta eru bara mjög basic hlutir og listinn er eflaust svipaður hjá flestum fjölskyldum. En ég hlakka mikið til að gera allt þetta með börnunum mínum í fríinu!

Vona að þið hafið það gott í sumarfríinu, ég veit að við munum svo sannarlega gera það.

Færslan er skrifuð af Tinnu Freysdóttur og birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Hægt er að fylgjast með Tinnu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: tinnzy88

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir