fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Ólýsanleg mannvonska

Sorg vegna dauða 10 ára stúlku sem var myrt á hrottalegan hátt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er móðir stúlkunnar.
Michelle Martens Er móðir stúlkunnar.

Var á skilorði þegar Victoria var myrt.
Fabian Gonzalez Var á skilorði þegar Victoria var myrt.

Mikil sorg og reiði ríkir í Albuquerque í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum vegna dauða tíu ára stúlku, Victoriu Martens, sem var myrt á hrottalegan hátt á dögunum. Móðir stúlkunnar, kærasti hennar og frænka hans, hafa verið handtekin grunuð um aðild að morðið.

Rétt er að vara við lýsingum sem fylgja fréttinni.

Það var þriðjudagskvöldið að lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi í norðvesturhluta borgarinnar vegna reyks sem kom frá húsinu. Hrikaleg sjón blasti við viðbragsaðilum á vettvangi; sundurlimað lík ungrar stúlku lá ofan í baðkari í húsinu og búið var að bera eld að líkamsleifunum.

Að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá leikur grunur á að Victoria, sem varð tíu ára á dögunum, hafi verið sprautuð með metamfetamíni áður en hún var misnotuð kynferðislega. Hún var svo kyrkt og stungin.

Móðir stúlkunnar, hin 35 ára Michele Martens, kærasti hennar, Fabian Gonzalez og frænka hans, Jessica Kelley, voru öll handtekin. Fabian og Michele höfðu verið saman í mánuð á meðan Jessica fékk að búa hjá þeim um tíma eftir að hafa losnað úr fangelsi nokkrum dögum fyrr.

Martens sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að Fabian og Jessica hefðu byrlað stúlkunni ólyfjan áður en Fabian misnotaði hana. Sjálf sagðist hún ekki hafa tekið þátt í ódæðinu. Gordon Eden, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Albuquerque, segir að um sé að ræða hrottalegasta glæp sem hann hefur orðið vitni að á ferli sínum hjá lögreglu.

Í umfjöllun KRQE News kemur fram að Fabian þessi hafi verið á skilorði þegar morðið var framið. Beinist rannsókn meðal annars að því hvort hann hafi brotið gegn ákvæðum skilorðsins áður en að harmleiknum á þriðjudag kom. Hafi hann gert það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir þennan hrottalega atburð.

Minningarstund var haldin í Albuquerque í gærkvöldi þar sem skólafélagar Victoriu og fjölskyldur þeirra komu meðal annars saman. „Hún átti mjög auðvelt með að fá fólk til að brosa. Hún var mjög indæl stúlka,“ sagði skólafélagi stúlkunnar í samtali við KOB-4 sjónvarpsstöðina.

Þremenningarnar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, en dauðarefsing var afnumin í Nýju Mexíkó árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Silva aftur heim
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu skuldaball til höfuðs Met Gala

Héldu skuldaball til höfuðs Met Gala
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Veðbankar hafa enga trú á Heru

Veðbankar hafa enga trú á Heru