fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Friðelskandi apamamma

Bryndís í öðru lífi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Eva Ásmundsdóttir pistlahöfundur var ekki í nokkrum vafa, þegar blaðakona DV spurði hana hvað hún vildi vera í öðru lífi. Friðurinn og mýktin ríkja í útópíska mæðraveldinu hennar Bryndísar. Hér um bil svona væri hitt lífið hennar:

„Í öðru lífi er ég roskin, mjúk og leggjalöng Bonobo-apamamma, fullkomlega zenuð og sæl í útópíska samfélaginu mínu á bökkum Kongó.

Hér er hefð fyrir hinu æðrulausa mæðraveldi, kvenorkan ræður ríkjum og valdið er mjúkt. Við höfum heyrt útundan okkur hvernig feðraveldið hefur farið með náfrændur okkar, simpansa og menn, og afþökkum hjartanlega ósköpin þau.

Þrátt fyrir að dagarnir okkar fari ekki í landvinninga og valdabaráttu höfum við ýmislegt fyrir stafni, ríslum okkur við eitt og annað í hversdeginum. Í dag hef ég hugsað mér að sulla í ánni í um það bil klukkustund og íhuga, síðan finn ég kannski fallegan stein. Systursonur minn hefur verið dálítið leiður undanfarið, við frænkurnar reynum að hugga hann eins og best við kunnum.

Hjá okkur eru flestir dagar þjóðhátíð en fíllinn sem stöku sinnum töltir framhjá er ekki bleikur. Hvers kyns ofbeldi er okkur órafjarri, tilheyrir ekki þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Megi hamingjan forða okkur frá frekari þróun í þá áttina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar