fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Níu ára stúlku nauðgað – Grunaður nauðgari hefur áður hlotið dóm fyrir að nauðga barni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júní 2018 06:06

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. júní var níu ára stúlka lokkuð inn í bíl í Vinderup á Jótlandi. Þetta gerðist á milli klukkan 18 og 20.30. Ökumaðurinn fór með stúlkuna í hús í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Vinderup. Þar nauðgaði hann henni. Að níðingsverkinu loknu fór hann aftur með stúlkuna til Vinderup og skyldi hana eftir þar, nánast á sama stað og hann tók hana upp í bílinn.

Það var ekki fyrr en mánudaginn 18. júní sem lögreglan fékk veður af málinu. Umfangsmikil rannsókn hófst strax og það leiddi til þess að á föstudaginn var 34 ára karlmaður handtekinn vegna málsins. hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardaginn. Hann neitar sök.

Hans Roost, talsmaður lögreglunnar, sagði í samtali við Ekstra Bladet þess séu dæmi að börn skýri ekki strax frá atburðum sem þessum. Hann sagði að lögreglunni hefði borist veður af málinu og hefði þá rætt við stúlkuna og þá hefði þetta komið fram.

Í framhaldinu hófst umfangsmikil rannsókn og voru lögreglumenn til dæmis við rannsóknarstörf við Legind Sø á Mors dögum saman en þar leika börn sér oft.

Ekstra Bladet segir að sá handtekni sé þekktur kynferðisbrotamaður en hann hefur hlotið dóm fyrir að hafa nauðgað barni á Djursland og fyrir að reyna að blekkja barnungar stúlkur til kynlífsiðkunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?