fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

María er nýútskrifaður lögfræðingur sem fær hvergi vinnu: Erfitt að fá ekki að sanna sig

Segir stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði sorglega

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það að hafa menntað sig og lagt á sig nánast blóð, svita og tár til þess að komast í gegnum háskólann og að fá ekki starf í samræmi við menntun, er mjög svekkjandi, segir María Björgvinsdóttir sem útskrifaðist úr meistaranámi í lögfræði í febrúar síðastliðnum. Rétt eins og fjölmargir aðrir nýútskrifaðir hefur henni reynst erfitt að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum þar sem að atvinnurekendur geri oftar en ekki kröfu um nokkurra ára reynslu þegar ráðið er í störf.

Í grein sem birtist á Bleikt segir María að hún hafi ákveðið að mennta sig í von um betri fjárhagslega framtíð, auk þess sem hún vildi eiga meiri möguleika á starfi sem væri áhugavert, krefjandi og skemmtilegt. Hefur hún sótt um fjölda starfa síðan hún sá fyrir endann á náminu, en aðeins fengið tvö atvinnuviðtöl.

„Eiginlega bara eitt viðtal og ein kynning á sjálfri mér. Þar fékk ég fimm mínútur og átti að selja þeim að ég ætti að fá starfið, ásamt 93 öðrum sem sóttu um sömu stöðu. Ég hef sótt um öll auglýst störf þar sem óskað er eftir lögfræðingi og einnig sótt um fullt af öðrum störfum.

María tekur fram að í hennar geira yfirleitt sé farið fram á 3 til 5 ára starfsreynslu, sem gerir það nær ómögulegt fyrir nýútskrifað fólk að afla sér nauðsynlegrar reynslu og klífa upp metorðastigann.

„Ég veit um marga háskólamenntaða einstaklinga sem eru hreinlega á atvinnuleysisskrá, einhverjir hafa farið í fyrra starf og fyrir nám og sumir komnir í starf alveg ótengt námi, hreinlega til að ná endum samann. Því ekki lifir maður á loftinu einu,“

ritar María jafnframt og bætir við að það væri óskandi fyrir einstaklinga í hennar stöðu að fá tækifæri til þess að sýna sig og sanna á vinnumarkaðnum.

Pistil Maríu má lesa í heild sinni á Bleikt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“