fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Ragga nagli hneyksluð: Sá afgreiðslumanninn skjálfa og gráta

„Sýnum hvert öðru virðingu og kærleik í samskiptum óháð útliti og uppruna“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. ágúst 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er hugsi yfir hvaða áhrif það hefur á sálarlíf fólks, sérstaklega unga menn, að vera skotmörk fordóma. Að upplifa að þeir tilheyri ekki samfélaginu og verða því auðveld fórnarlömb heilaþvættis öfgahópa,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og fjarþjálfari, einnig þekkt sem Ragga nagli en í nýlegum pistli lýsir hún þegar hún varð vitni að kynþáttafordómum og ákvað að taka upp hanskann fyrir fórnarlambið. Hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama þegar það verður vitni að óréttlæti í garð náungans.

„Ég er döpur eftir að hafa orðið vitni að kynþáttafordómum í hverfissjoppunni. Þar sem ölvaður danskur karlmaður á sextugsaldri jós úr skálum reiði sinnar gagnvart afgreiðslumanni af arabískum uppruna sem var einungis að vinna vinnuna sína,“ ritar Ragga og kveðst hún jafnframt vera sorgmædd yfir því að saklausar, kærleiksríkar og góðhjartaðar manneskjur upplifi svívirðingar einungis vegna hörundslitar, kynþáttar eða trúar.

Ragga kveðst jafnframt hugsi yfir hvaða áhrif það hafu á sálarlíf fólks, sérstaklega unga menn, að vera skotmörk fordóma – þeir upplifi sig utangarðs og verði því auðvelt skotmark. Sjálf kveðst hún vera stolt yfir því að hafa blandið sér í málið og tekið upp hanskann fyrir afgreiðslumanninn.

„Ég er meyr eftir að sjá afgreiðslumanninn byrja að skjálfa og gráta eftir að sá reiði yfirgaf vettvang. Að sjá að þó þú sért ungur maður og stór að vexti ertu ekki með þykkan skráp sem hrindir frá sér persónuníði og móðgunum,“ segir Ragga og bætir við:

„Ég er fegin að hafa verið til staðar til að faðma mann sem þurfti stuðning. Að hafa tekið í hendurnar hans. Að hafa sagt honum að það sé eðlilegt að fara úr jafnvægi við meiðandi orð. Að hafa boðið fram aðstoð síðar til að tala um atvikið eða ef vantaði vitni.“

Ragga bendir fólki jafnframt á að sýna aðgát í nærveru sálar og grípa inn í þegar það sér náunga sinn beittan óréttlæti.

„Orð meiða. Orð særa. Orð skilja eftir varanlegri sár en högg úr hnefa. Breytum okkar nærumhverfi og upprætum þannig fordóma skref fyrir skref. Sýnum hvert öðru virðingu og kærleik í samskiptum óháð útliti og uppruna.
Ekki samþykkja þegjandi óréttláta meðferð á náunganum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“