Sjáðu myndbandið af atvikinu
Atriði í nýjustu þáttaröð America Got Talent tókst svo sannarlega að skjóta áhorfendum skelk í bringu í gærkvöldi. Í atriðinu, sem var sýnt í beinni útsendingu, skaut kona alelda ör í unnusta sinn. Örin sem átti að fara í gegnum rör upp í munni mannsins lenti hinsvegar í hálsinum með þeim afleiðingum að hann slasaðist.
Betur fór en á horfðist í fyrstu en viðbrögð mannsins sem og dómaranna í myndbandinu sem birtist hér að neðan sýnir hversu litlu mátti muna að ver færi.
Maðurinn, Ryan Stock, tjáði sig um málið í morgun á Twitter þar sem hann segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann segir jafnframt að búnaðurinn hafi bilað og það hafi orsakað slysið.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=6AJRZCrS_1g&w=640&h=360]