Stjörnublaðamaður gaf veitingastaðnum fimm stjörnur
Stjörnublaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er hæstánægður með heimsókn sína á veitingastaðinn Messann við Lækjargötu. Birti Jakob Facebook-færslu á miðvikudag þar sem hann lofaði matinn, útlit veitingastaðarins og gaf honum fimm stjörnur.
Færslan var eins konar skýrsla sem Jakob vildi gefa Gunnari Smára Egilssyni, ritstjóra Fréttatímans, sem var ekki bjartsýnn á að maturinn yrði góður. Messinn var opnaður nýlega og erfitt getur verið að fá borð þar.
Jakob hefur væntanlega ekki átt í neinum vandræðum með það enda Jón Mýrdal, góðvinur hans og veiðifélagi, eigandi staðarins.