fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

TÍMAVÉLIN: Grétar missti fót í loftárás á Seyðisfjörð

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. júní 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 5. september árið 1942 gerði þýsk flugvél loftárás á Seyðisfjörð með þeim afleiðingum að fjórir drengir særðust. Taka þurfti hægri fót af einum þeirra við hné.

Tvær vélar flugu inn fjörðinn þennan örlagaríka dag og lét önnur þeirra tvær sprengjur falla, önnur lenti í sjónum en hin sjö metrum frá fjórum drengjum sem voru að leika sér með lítinn bát.

Stór gígur myndaðist við sprenginguna, tveggja metra djúpur og ellefu eða tólf metrar í þvermál.

Drengirnir, sem voru sjö og átta ára, slösuðust mismikið. Verst slasaðist Grétar Oddsson sem taka þurfti af fótlegg við hné.

Í nærliggjandi húsi lék allt á reiðiskjálfi og brotnuðu rúður á þeim vegg sem í átt að sprengingunni sneri. Auk þess urðu skemmdir á öðrum húsum í nágrenninu.

Seyðfirðingar tóku árásinni þó af mikilli stillingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli