fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Daníel kemur út úr skápnum í einlægu myndskeiði: „Af hverju ætti maður að breyta sér fyrir einhverja aðra?“

Vill hjálpa öðrum við að horfast í augu við sjálfa sig – „Ég vildi óska þess að allir fylgdu hjartanu sínu“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta norm er ekkert rosalega frábært fyrir alla. Og ekki fyrir mig. Það er búið að vera mikil vinna að reyna falla inn í þetta norm. Núna er ég kominn á þann stað í mínu lífi að ég ætla að sleppa tökunum á því, og koma út úr skápnum. Allt mítt líf er ég búinn að reyna að vera einhver annar en ég er,“ segir Sauðkrækingurinn Daníel Þórarinsson en hann kemur út úr skápnum í einlægu og opinskáu myndskeiði sem fengið hefur sterk viðbrögð. Hann segir það skipta öllu máli að líða vel í eigin skinni. Sjálfur hafi hann glímt áralanga baráttu við eigin tilfinningar. Þá vill gjarnan hjálpa öðrum sem þurfa styrk til þess að horfast í augu við sjálfa sig.

Yfir 17 þúsund manns hafa horft á meðfylgjandi myndskeið sem Daníel birtir á fésbókarsíðu sinni auk þess sem hátt í 200 manns hafa deilt því áfram. Þá hafa yfir hundrað manns ritað athugasemd við myndskeiðið þar sem Daníel er hrósað óspart fyrir einlægni sína og hugrekki.

„Ég vildi óska þess að allir fylgdu hjartanu sínu og hjálpuðust að við gera góðan heim betri,“ ritar Daníel við myndskeiðið en þar segir hann meðal annars. „Ég er að opna mig með mínar tilfinningar sem hljóða þannig að ég fæddist aðeins öðruvísi en flestir aðrir.

Hvað er að vera öðruvísi? Það er einmitt málið. Maður er nefnilega alltaf að passa sig að vera ekki öðruvísi, heldur falla inn í þetta norm,“ segir hann síðan og bætir við að hann hafi miklað það of mikið fyrir sér að koma út úr skápnum fyrir framan nánustu fjölskyldu og vini fyrir nokkrum vikum. Þegar á hólminn var komið reyndist það síðan vera mun minna mál og bentu þau Daníel á að það sem skiptir mestu máli sé að líða vel í eigin skinni. Því er hann hjartanlega sammála.

„Ég er bara eins og ég er. Ég breyti mér ekki. Og af hverju ætti maður að breyta sér fyrir einhverja aðra?,“ segir hann en hann segir það jafnframt afar sárt að sjá fólk ákveða að fara fyrr úr þessum heimi vegna þess að það hefur ekki getað borið tilfinningar sínar.

„Þetta er svo einfalt þetta líf. bara ekki flækja það. Það er algjör óþarfi.“

Hann er núna tilbúinn til að hjálpa öðrum og hvetur fólk til að hafa samband við sig, jafnvel þó það þekki hann ekki neitt.

„Ef þið eruð með einhverjar svipaðar tilfinningar, eitthvað sem þið viljið vinna í: finnið styrkinn ykkar. Hvar sem hann er geymdur. Af því að hann er ótrúlega magnaðar þessi styrkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel