fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

ARKITEKTÚR: „Hver á að búa þarna? Eru það tveir pabbar? Fráskilin kona með tvö börn?“

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 29. maí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsþekkti arkitekt, Michel Rojkind, segir að arkitektar geri allt of oft þau mistök að einbeita sér að tæknilegum útfærslum og strúktúr í stað þess að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem ætlar að búa í húsunum og þarfir þess.

Í viðtalið við hönnunarvefinn Designboom bendir hann meðal annars á breytta lifnaðarhætti nútímafólks og spyr um leið hverjir eigi að búa í þessum húsum sem arkitektarnir eru að hanna:

„Húsnæðið á að laga sig að þörfum samfélagsins og þeirra sem það mynda. Þegar arkitekt teiknar fjölbýlishús, eða hýbíli, þá verður hann að spyrja sig hverskonar fjölskyldueining eigi eftir að búa í húsinu. Pabbi+pabbi fjölskylda? Mamma+mamma? Einstæð mamma með tvö börn? Eldri borgarar sem deila með sér húsnæði? Hvaða nýju fjölskylduform og sambýlisform hafa skapast á síðustu áratugum og hvernig tökum við mið af þörfum nútímafólks í breyttu samfélagi?,“ spyr Rojkind sem hefur hannað byggingar af öllum stærðum og gerðum um allann heim.

Spurður að því hvort hugmyndin um lúxus hafi eitthvað breyst á síðustu áratugum segir hann það svo sannarlega vera.

Lestu: Meirihluti þjóðarinnar býr einn eða án barna

Hann segir að ungt nútímafólk leggi miklu síður áherslu á það að eignast hluti. Lúxus gangi mun fremur út á jákvæða reynslu og upplifanir á borð við ferðalög til fjarlægra slóða og samveru með góðu og gegnheilu fólki.

Hann veltir því líka fyrir sér hvað hægt sé að gera svo að sem flestir hafi efni á því að búa inni í borgum en ekki á útjöðrum þeirra. Þróun í skipulagsmálum er jú með nokkuð svipuðum hætti víðast hvar í heiminum; þó nýjar og fallegar byggingar séu reistar í miðjum borgum þá hafa fæstir efni á að búa í þeim.

„Við verðum að halda áfram að reyna að skapa jafnrétti og jafnvægi í borgarsamfélögum.“

Í eftirfarandi myndasyrpu má virða fyrir sér nokkur af helstu verkum arkitektsins, meðal annars þessi fallegu lúxus fjölbýlishús sem skarta dálítilli laug við hverja íbúð.

Hér fer ekki mikið fyrir flæminu en því meiri áhersla er lögð á tengingu við náttúruöflin og nánd við sambýlingana. Sjálfur segist arkitektinn ekki geta hugsað sér stærra svefnherbergi en 4×4 metra með góðum glugga og fínni lofthæð.

Flottur.

 

Svalur halur svo ekki sé meira sagt, -, myndina tók Santiago Ruiseñor.

 

 

Veitingastaður í Mexíkóborg

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið og hér til að skoða fleiri verk eftir Rojkind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025