fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn: „Þetta er fyrir þig. Saman, að eilífu og alltaf“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem bar sigur úr bítum á Crossfit-leikunum í Los Angeles um helgina, tileinkaði ömmu sinni sigurinn. Katrín birti meðfylgjandi mynd á Instagram-síðu sinni en þar sést amma hennar hvetja hana til dáða.

Nútíminn greinir frá því að amma Katrínar, Hervör Jónasdóttir, hafi fallið frá fyrr á árinu en þær Katrín og Hervör voru nánar. Þannig bjó hún hjá ömmu sinni og afa frá því að hún hóf nám í framhaldsskóla en fyrr á þessu ári flutti hún til Boston.

Myndin á Instagram hefur vakið mikla athygli og hafa rúmlega 22 þúsund notendur líkað við myndina. Í viðtali í Íslandi í dag í fyrra sagði Katrín að amma hennar og afi stæðu þétt við bakið á henni.

„Þau styðja mig rosalega vel í þessu. Amma mín er þekkt fyrir að vera háværust á pöllunum. Það heyrist hæst í henni. Þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þá var viðtal við hana í kvöldfréttunum, ekki mig,“ sagði Katrín.

This one's for you ❤️ Together, forever & always.

A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“