fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Bandarískur kvikmyndarisi framleiðir sjónvarpsþætti byggða á Geirmundarsögu

Sjónvarpsþættir byggðir á rannsóknum og bókum Bergsveins Birgissonar

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 10. október 2017 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bók Bergsveins Birgisson um „svarta víkinginn“ Geirmund heljarskinn mun verða að sjónarvarsþáttaröð framleiddri af kvikmyndarisanum Paramount Pictures í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Anonymous Content. Þetta kemur fram á fréttavef norska ríkissjónvarpsins, NRK.

Það er norski leikstjórinn Morten Tyldum sem verður við stjörnvölinn í verkefninu, en hann var meðal annars tilefndur til óskarsverðlaunanna fyrir leikstjórn sögulegu kvikmyndarinnar The Imitation Game. Í samtali við norska sjónvarpið segir Tyldum að um risastórt verkefni sé að ræða, og að hver þáttaröð muni kosta á bilinu 600 til 800 milljónir norskra króna, en það jafngildir frá 8 til 11 milljörðum íslenskra króna. Ekki er enn byrjað að ráða leikara í hlutverkin en áhersla er lögð á að vinna handritið.

Geirmundar saga heljarskinns byggir á nákvæmum sögulegum rannsóknum Bergsveins sem hann hefur meðal annars fjallað um í bók sinni Svarti víkingurinn og sett fram í sagnaformi í Geirmundarsögu heljarskinns. Kenning Bergsveins er að sagan af Geirmundi hafi ekki hentað þeirri sjálfsmynd og baksögu þjóðarinnar sem sagnaritarar vildu miðla þegar flestar Íslendingasögurnar voru skrifaðar á 13. öld. Þegar Íslendingar voru að móta hugmynd um landið sem jafnræðisþjóðfélag hentaði ekki að hampa Geirmundi sem var smákonungur, þrælahaldari og dekkri á hörund en hinar hefðbundnu norrænu hetjur.

Lestu viðtal DV við Bergsvein Birgisson um Geirmundarsögu heljarskinns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja að Víkingar séu búnir að ræða við stjörnu Breiðabliks

Segja að Víkingar séu búnir að ræða við stjörnu Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

„Týndur“ gervihnöttur fannst eftir 25 ár

„Týndur“ gervihnöttur fannst eftir 25 ár
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

„Litli Bjarni býr bak við hjartað í mér í djúpum gluggalausum helli“

„Litli Bjarni býr bak við hjartað í mér í djúpum gluggalausum helli“