fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Meistararnir töpuðu í Grindavík – Stjarnan vann loksins

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í sumar í kvöld er liðið fékk Fylki í heimsókn í Garðabæinn.

Stjörnumenn voru ekki í miklum vandræðum með gestina og unnu að lokum þægilegan 3-0 sigur.

Guðjón Baldvinsson, Hilmar Árni Halldórsson og Baldur Sigurðsson gerðu mörk bláliða í kvöld.

Íslandsmeistarar Vals lentu í veseni í Grindavík í kvöld er liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn heimamönnum.

Jose Enrique eða Sito gerði sigurmark Grindavíkur í leiknum beint úr aukaspyrnu undir lokin. Geggjað mark.

Breiðablik og Víkingur Reykjavík áttust þá við í Kópavogi en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Stjarnan 3-0 Fylkir
1-0 Guðjón Baldvinsson(13′)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson(21′)
3-0 Baldur Sigurðsson(82′)

Grindavík 2-1 Valur
1-0 Aron Jóhannsson(13′)
1-1 Patrick Pedersen(víti, 44′)
2-1 Sito(87′)

Breiðablik 0-0 Víkingur R.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?
433Sport
Í gær

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann