fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Lögreglustjórinn í Eyjum blandar sér í kosningabaráttuna  

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 12:21

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, skrifar mikla lofræðu um Elliða Vignisson, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, í pistli á Eyjafréttum í gær. Páley bauð sig fram til bæjarstjórnar árið 2006 fyrir Sjálfstæðisflokkinn  og segist þá hafa kynnst Elliða og hans vinnubrögðum, sem hún mærir mikið.

Páley tilgreinir að ástæðan fyrir því að hún skrifi greinina er að henni finnst umræðan ósanngjörn um Elliða:

„Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mér finnst umræðan ósanngjörn og mér finnst hún ekki sönn. Ég fullyrði að við Eyjamenn gætum ekki átt betri málsvara en Elliða. Hann er ekki gallalaus og eflaust vilja ekki allir vera með honum í tjaldi, en þannig er lífið. Mig langar til að biðja ykkur um að íhuga vandlega hvort þið eruð tilbúin til að missa einn mesta baráttumann Eyjanna frá stjórnun bæjarins og missa þá framtíðarsýn sem við okkur blasir með hann við stjórnvölinn.“

Í athugasemdarkerfi Eyjarfrétta er Páley spurð hvort það sé við hæfi að lögreglustjórinn blandi sér í kosningabaráttuna, en ekkert  svar hefur borist þegar þetta er skrifað. Ekki náðist í Páleyju við vinnslu fréttarinnar.

 

Páley hætti sem bæjarfulltrúi í árslok 2014 er hún var skipuð lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Hún komst í fréttirnar árið 2016 þegar umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Páley hefði ekki farið að stjórnsýslulögum er hún réði nýjan lögreglu fulltrúa til embættisins, þar sem hún synjaði umsækjenda sem ekki var boðaður í viðtal, um ferilskrár þeirra sem höfðu verið boðaðir í viðtöl, en ekki hlotið starfið.

Þá komst í hámæli fyrirmæli Páleyjar fyrir þjóðhátið 2015 og 2016, um að lögreglan og þeir sem að hátíðinni stæðu, myndi ekki veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot sem hugsanlega yrðu framin. Ástæðan var sögð sú að það gæti reynst fórnarlömbunum of þungbært.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“