fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn segjast hafa fundið framandi loftstein nærri Júpíter – Upprunninn utan sólkerfisins okkar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 17:00

2015 BZ509. Mynd:Veillet/Large Binocular Telescope Observatory

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinn, sem nefnist 2015 BZ509, er á braut um Júpíter. Það eitt og sér er kannski ekki frásagnarvert en hins vegar er það athyglisvert við þennan loftstein að hann fer í öfuga átt miðað við aðra loftsteina og plánetur í sólkerfinu.

Á síðasta ári uppgötvuðu vísindamenn loftstein sem var á ferð í gegnum sólkerfi okkar en sá kom einhversstaðar utan frá inn í sólkerfið. En nú hafa vísindamenn gert enn betur og fundið loftstein, fyrrgreindan 2015 BZ509, sem hefur leynst í sólkerfinu okkar frá upphafi þess fyrir 4,5 milljörðum ára.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu the Monthly Notices of the Royal Astronomical Society: Letters.

Talið er að loftsteinninn sé um þrír kílómetrar að þvermáli. Hann fannst fyrir þremur árum við hefðbundna leit að loftsteinum sem geta ógnað jörðinni. Það vakti strax athygli vísindamanna að loftsteinninn fer í öfuga átt miðað við pláneturnar í sólkerfinu okkar og 99,99 prósent af loftsteinunum í sólkerfinu. Það vakti einnig athygli að hann er á braut um Júpíter á  sama hraða og Júpíter.

Í nýju rannsókninni komast stjarnvísindamenn að þeirri niðurstöður að loftsteinninn hafi verið til staðar allt frá upphafi sólkerfisins. Útreikningar þeirra sýna að braut hans hefur ekki breyst í 4,5 milljarða ára.

Vísindamennirnir segja að þegar sólkerfið myndaðist hafi allt í því hreyfst í sömu átt, öfuga átt miðað við þá sem loftsteinni fer í. Á þeim tíma voru pláneturnar og loftsteinar að koma úr stóru gasskýi eða gasdiski og ryki sem varð afgangs þegar sólin myndaðist. Pláneturnar og loftsteinarnir enduðu með að fara í sömu átt og gasdiskurinn snerist. Með öðrum orðum þá voru engir loftsteinar eða plánetur í sólkerfinu okkar á þessum tíma sem gengu í hina áttina og því hljóti þessi loftsteinn að hafa komið utan frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?