fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433

Óli Kristjáns lofsyngur Breiðablik – ,,Eru með besta hægri bakvörð deildarinnar og einn besta miðjumanninn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 12:52

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er búið að vera fínt, við erum búnir að spila solid. Varnarlína sem er nú ný hefur haldið vel, það hefur verið kraftur í liðinu. Úrslitin hafa verið góð og spilamennskan líka,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH um byrjun liðsins á tímabilinu. FH vann Grindavík í 1. umferð Pepsi deildarinnar og slátraði ÍR í 32 liða úrslitum bikarsins.

Ólafur tekur á móti sínu gamla félagi á mánudag í Pepsi deildinni og hann lofsyngur sitt gamla félag. Segir þá vera létt og skemmtilegt lið.

,,Þeir fóru vel af stað, eru vel mannaðir og eru með gott lið. Þeir eru með geysilega öflugt lið, þeir eru með gott miðvarðarpar, besta hægri bakvörð landsins, Oliver er kominn heim, Gísli Eyjólfsson sem er einn besti miðjumaðurinn í deildinni, Sveinn Aron er sjóðandi heitur. Þú sérð að þetta er létt og skemmtilegt lið sem við fáum í heimsókn, mikil leiklegði í þeim. Við þurfum að vera á tánum ef við ætlum að velgja þeim undir uggum.“

Jonathan Hendrickx sem að mati Ólafs er besti hægri bakvörður deildarinnar var í FH í fyrra en stoppaði stutt erlendis áður en hann snéri aftur til Íslands.

,,Ég held að FH hafi ekki látið hann fara, hann vildi fara. Honum líkar það vel á Íslandi að hann er kominn aftur.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=9vneWFbSEc8&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Í gær

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester