fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Magga Frikka yfirgefur Flokk fólksins og er ósátt við Magnús Þór: „Hann hefur Ingu algjörlega í vasanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. október 2017 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér var í raun bara ýtt til hliðar og auðvitað sá Magnús Þór til þess, hann hefur Ingu algerlega í vasanum sem er ekkert nema sorglegt,“ segir Margrét Friðriksdóttir sem hefur sagt sig úr Flokki fólksins eftir stutta viðveru. Margrét er áberandi í þjóðmálaumræðunni og stýrir meðal annars Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét er bæði þjóðernissinni og sannkristin.

Nýlega gekk Margrét úr hinu þjóðernissinnaða stjórnmálaafli Frelsisflokknum og lýsti yfir stuðningi við Flokk fólksins. Hún segist hins vegar ekki hafa fengið neitt brautargengi innan flokksins og lítill áhugi hafi verið á framlagi hennar og starfskröftum. Telur hún að einn af oddvitum flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, sé allt of ráðríkur og formaður flokksins, Inga Sæland, fylgi honum gagnrýnilítið að málum. Ennfremur er Margrét mjög óánægð með uppstillingar á framboðslistum flokksins:

„Ég er ekki sátt við að Inga raðaði bara körlum í oddvitasætin, það er árið 2017 og við búum í jafnréttissamfélagi sem trónir þar á toppnum.“

Spurð hvort Margrét sé að ganga í annan flokk núna fyrir kosningar segir hún að það sé með öllu óljóst:

„Nei, ég er bara pólitískur munaðarleysingi eins og staðan er núna, en er að skoða í kringum mig, búin að fá nokkur góð tilboð eftir að ég tilkynnti þetta, eigum við ekki bara að segja að þegar að einar dyr lokast þá opnast nýjar.“

Þess má geta að Margrét lenti í alvarlegu slysi í sumar er hún féll af hestbaki og gamalt hryggbrot tók sig upp. DV fjallaði um það mál.

Núna er Margrét hins vegar á batavegi:

„Hún er öll að koma til, er að mála núna hérna heima, hefði ekki getað það fyrir mánuði síðan, en það er smá eftir í fullan bata, eigum við ekki bara að segja góðir hlutir, gerast hægt.“

DV bar ásakanir Margrétar undir Magnús. Hann hafði þetta að segja:

„Ég kem alveg af fjöllum. Ég hef ekki talað við Margréti í heilt ár og hef ekki átt í neinum samskiptum við hana. Þetta er bara einhver þvæla, algjör steypa. Ég er ekki tengdur þessari konu á neinn hátt. Ég sinnaðist við hana í fyrra, þá vildi hún vera á lista hjá mér og ég vildi hana ekki. Þá fór hún í Harmageddon [útvarpsþátt á X-inu] og var eitthvað að blaðra þar. Þá varð ég fúll og hef ekki talað við hana síðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum