fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Arsenal mistókst að vinna tíu leikmenn Atletico Madrid

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 1 – 1 Atletico Madrid
1-0 Alexandre Lacazette (61′)
1-1 Antoine Griezmann (83′)

Rautt spjald: Sime Vrsaljko

Arsenal tók á móti Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Það dró til tíðinda strax á 10. mínútu þegar að Sime Vrsaljko, bakvörður Atletico Madrid fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og gestirnir því einum færri frá tíundu mínútu.

Ekki batnaði ástandið hjá Atletico Madrid eftir þetta því skömmu síðar var Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid sendur upp í stúku fyrir mótmæli.

Heimamenn settu góða pressu á gestina í fyrri hálfleik en Jan Oblak var öflugur í markinu og staðan því markalaus í leikhléi.

Það var svo Alexandre Lacazette sem braut ísinn fyrir Arsenal með laglegu skallamarki á 61. mínútu en markið kom eftir laglega sendingu frá Jack Wilshere.

Antoine Griezmann jafnaði hins vegar metin fyrir Atletico eftir mikinn vandræðagang í vörn heimamanna og lokatölur því 1-1.

Gestirnir eru því í ágætis málum fyrir síðari leikinn sem fer fram á Spáni eftir viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Í gær

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Í gær

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Í gær

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Í gær

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð